Saga klúbbsinsKiwanisklúbburinn Geysir var stofnaður þann 10. desember árið 1975 og hefur síðan haldið fundi hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann. Formleg vígsluhátíð klúbbsins var haldinn í Fólkvangi á Kjalarnesi þann 31. janúar 1976. Alla tíð hefur verið öflugt starf í klúbbnum. Hafa margir notið góðs af starfi hans bæði sem félagsmenn og eins þeir sem hafa fengið styrki frá klúbbnum.

Fyrsta styrktarverkefni klúbbsins var til Björgunarsveitarinnar Kyndils en leitast hefur verið við að styrkja starfsemi ýmisa aðila í sveitarfélaginu svo sem Reykjalundar, Skálatúns, Vistheimilið Hlein, Sumardvalarheimili SFL að Reykjadal, Sambýlið Hulduhlíð svo fáeinir séu nefndir. Of langt mál yrði að telja upp alla þá sem komið hafa við sögu á þeim tæpu 40 árum sem liðin eru frá stofnun klúbbsins.

Félagar eru ákveðnir í að halda áfram öflugu starfi klúbbsins bæjarfélaginu og Kiwanishreyfingunni allri til góða.