40 ára afmæli Geysis

Klúbburinn hélt uppá 40 ára afmæli sitt þann 14. nóvember sl. með mikilli veislu. Við það tækifæri var afhentur styrkur til Björgunarsveitarinnar Kyndils að upphæð 170.000 krónur. Þess má geta að fyrsti styrkur Geysis fyrir 40 árum síðan var einmitt til þessarar sömu sveitar. Þetta var því vel við hæfi á þessum tímamótum.

Stjórnarskipti 14. okt. 2015

Ný stjórn tók við í Geysi og hana skipa eftirfarandi: Forseti: Ásvaldur Jónatansson, Kjörforseti: Kjartan Einarson, Ritari: Jón Eiríksson, Fráfarandi forseti: Skúli Guðmundsson, Gjaldkeri: Árni Þorvaldsson: Meðstjórnandi; Þorgeir Guðmundsson.

Ásgeir Már látinn

Félagi okkar til fjölda margra ára Ásgeir Már Valdimarsson lést í gær. Hans verður sárt saknað.

Aðalfundur 13. maí

Hefðbundin aðalfundur var haldinn 13. maí sl. Alls mættu 19. manns félagar og makar þeirra. Kjörforseti stjórnaði fundinum í forföllum forseta.
Formaður uppstillingarnefndar Ásgeir Már Valdimarsson gerði grein fyrir nýrri stjórn næsta starfsár (2015 - 2016) en hún er svo skipuð:
Forseti: Ásvaldur Jónatansson, Kjörforseti: Kjartan Einarson, Ritari: Jón Eiríksson, Fráfarandi forseti: Skúli Guðmundsson, Gjaldkeri: Ásgeir Már Valdimarsson: Meðstjórnendur; Árni Þorvaldsson og Þorgeir Guðmundsson.

Almennur fundur 29. apríl

Á þessum fundi var gengið frá fulltrúum klúbbsins á þing Kiwanis í Eyjum í haust. Þá var einnig kosin afmælisnefnd til undirbúnings 40 ára afmæli klúbbsins í desember næstkomandi.