Nov 2015

40 ára afmæli Geysis

Klúbburinn hélt uppá 40 ára afmæli sitt þann 14. nóvember sl. með mikilli veislu. Við það tækifæri var afhentur styrkur til Björgunarsveitarinnar Kyndils að upphæð 170.000 krónur. Þess má geta að fyrsti styrkur Geysis fyrir 40 árum síðan var einmitt til þessarar sömu sveitar. Þetta var því vel við hæfi á þessum tímamótum.