Mar 2015

Heimsókn hjá Kiwanisklúbbnum Esju

Fimmtudaginn 19. maí fóru 10 Geysisfélagar í heimsókn til Esjunar og áttum við með þeim mjög góðan og fjörugan fund. Hafið bestu þakkir fyrir Esjufélagar.

Félagsmálfundur 4. mars

Þessi fundur var að mörgu leyti stórmerkilegur fyrir það fyrsta þá var 100% mæting félaga. Þetta hefur ekki gerst í manna minnum. Það voru rædd ýmis félagsmál á þessum fundi sem var nokkuð fjörugur og maturinn (steiktur fiskur) var einstaklega góður. Kokkarnir Björn og Óli voru kallaðir sérstaklega fram á gólfið og þeim klappað lof í lófa.
Ný útgáfa af vefsíðu klúbbsins var sett í loftið þetta sama kvöld fyrst og fremst til að auðvelda fólki sem er að leyta upplýsinga um salinn í Kiwanishúsinu.